Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. nóvember 2019 18:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allir riðlarnir á EM 2020
Þjóðverjar eru á heimavelli í dauðariðlinum.
Þjóðverjar eru á heimavelli í dauðariðlinum.
Mynd: Getty Images
Það var verið að draga í riðla fyrir EM 2020 sem fer fram næsta sumar. Mótið verður haldið í 12 mismunandi borgum víðs vegar um Evrópu.

Ísland þarf að fara í umspil í mars, en ef við komumst í gegnum umspilið þá mætum við Þýskalandi, Frakklandi og Portúgal.

Óhætt er að segja að það sé dauðariðillinn.

Hér að neðan má sjá alla riðlana í heild sinni.

A-riðill (Róm og Bakú):
Tyrkland
Ítalía
Wales
Sviss

B-riðill (Kaupmannahöfn og Pétursborg):
Danmörk
Finnland
Belgía
Rússland

C-riðill (Amsterdam og Búkarest):
Holland
Úkraína
Austurríki
Sigurvegari úr D-umspilinu (Georgía, Hvíta-Rússland, Kosóvo og Norður-Makedónía) eða Rúmenía ef Rúmenía vinnur A-umspilið.

D-riðill (London og Glasgow):
England
Króatía
Sigurvegari úr C-umspilinu (Noregur, Serbía, Skotland og Ísrael)
Tékkland

E-riðill (Bilbao og Dublin):
Spánn
Svíþjóð
Póland
Sigurvegari úr B-umspilinu (Bosnía, Norður-Írland, Slóvakía og Írland)

F-riðill:
Sigurvegari úr A-umspilinu (Ísland, Rúmenía, Ungverjaland og Búlgaría) nema að Rúmenía vinni umspilið. Ef það gerist þá kemur lið úr D-umspilinu í þennan riðil.
Þýskaland
Portúgal
Frakkland
Athugasemdir
banner
banner
banner