Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 30. nóvember 2019 15:22
Ívan Guðjón Baldursson
Bose-mótið: Valur mætir KR í úrslitum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur mætir KR í úrslitaleik Bose-mótsins eftir góðan 2-0 sigur gegn KA í dag.

Patrick Pedersen og Haukur Páll Sigurðsson gerðu mörk Íslandsmeistaranna fyrrverandi, sem mæta arftökum sínum á tróni Pepsi Max-deildarinnar.

Valur endar með sjö stig og lýkur Stjarnan keppni í 2. sæti með fjögur stig. Stjarnan gerði 2-2 jafntefli við Breiðablik í dag og enda Blikar því með tvö stig.

Blikar komust tvívegis yfir gegn Stjörnunni með mörkum frá Höskuldi Gunnlaugssyni og Karli Friðleifi Gunnarssyni. Hilmar Árni Halldórsson og Martin Rauschenberg gerðu jöfnunarmörk Garðbæinga.

Valur 2 - 0 KA
1-0 Patrick Petersen
2-0 Haukur Páll Sigurðsson

Breiðablik 2 - 2 Stjarnan
1-0 Höskuldur Gunnlaugsson
1-1 Hilmar Árni Halldórsson
2-1 Karl Friðleifur Gunnarsson
2-2 Martin Rauschenberg

Riðill 1:
Valur - 7 stig
Stjarnan - 4 stig
KA - 3 stig
Breiðablik - 2 stig

Riðill 2:
KR - 9 stig
FH - 6 stig
Víkingur - 3 stig
Grótta - 0 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner