Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 30. nóvember 2019 14:20
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið dagsins: Fyrsti byrjunarliðsleikur Giroud síðan í ágúst
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp gerir þrjár breytingar á liðinu sem gerði jafntefli við Napoli á Anfield í miðri viku. Brighton kíkir í heimsókn í dag.

Joe Gomez og James Milner detta á bekkinn og inn fyrir þá koma Trent Alexander-Arnold og Alex Oxlade-Chamberlain. Þá er Fabinho meiddur og kemur Georginio Wijnaldum inn í hans stað.

Það eru gerðar fjórar breytingar á liði Brighton sem tapaði fyrir Leicester um síðustu helgi. Yves Bissouma fær að spila sinn annan byrunarliðsleik og þá koma Lewis Dunk, Pascal Gross og Aaron Connolly inn í liðið. Þeir koma inn fyrir Leandro Trossard, Shane Duffy og Solly March sem er meiddur.

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Lovren, Van Dijk, Robertson, Wijnaldum, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Mane, Salah, Firmino
Varamenn: Adrian, Milner, Keita, Gomez, Lallana, Shaqiri, Origi

Brighton: Ryan, Montoya, Webster, Dunk, Burn, Bissouma, Stephens, Propper, Gross, Connolly, Mooy.
Varamenn: Duffy, Maupay, Trossard, Murray, Schelotto, Button, Alzate.



Olivier Giroud fær að byrja sinn fyrsta leik fyrir Chelsea síðan 18. ágúst. Hann kemur inn fyrir Tammy Abraham sem er meiddur. Chelsea fær West Ham í heimsókn í Lundúnaslag.

Frank Lampard setur N'Golo Kante á bekkinn og kemur Mason Mount inn í hans stað. Fikayo Tomori og Emerson Palmieri koma einnig inn í liðið og þá fær Pedro sinn fyrsta byrjunarliðsleik síðan í september.

Í liði West Ham er markvörðurinn Roberto dottinn á bekkinn eftir slakar frammistöður. Hinn 32 ára gamli David Martin mun verja mark Hamranna í staðinn.

Michail Antonio byrjar fremstur í stað Sebastian Haller og þá koma Fabian Balbuena og Pablo Fornals inn í liðið fyrir Issa Diop og Andriy Yarmolenko.

Chelsea: Arrizabalaga, Zouma, Tomori, Emerson; Jorginho, Kovacic, Mount; Pulisic, Giroud, Pedro.
Varamenn:Christensen, Kante, Willian, Caballero, Hudson-Odoi, Batshuayi, Azpilicueta.

West Ham: Martin, Fredericks, Ogbonna, Balbuena, Cresswell, Rice, Snodgrass, Noble, Fornals, Felipe Anderson, Antonio.
Varamenn: Zabaleta, Yarmolenko, Roberto, Sanchez, Haller, Masuaku, Ajeti.



Jose Mourinho gerir þrjár breytingar á liðinu sem vann Olympiakos í miðri viku. Tanguy Ndombele og Moussa Sissoko koma inn á miðjuna og Jan Vertonghen í vörnina.

Eddie Howe gerir fjórar breytingar á liði Bournemouth sem tapaði fyrir Wolves. Harry Wilson fer á bekkinn og kemur Dominic Solanke inn í liðið.

Tottenham: Gazzaniga, Aurier, Alderweireld, D Sanchez, Vertonghen, Ndombele, Dier, Sissoko, Alli, Son, Kane
Varamenn: Whiteman, Eriksen, Rose, Winks, Walker-Peters, Lo Celso, Lucas

Bournemouth: Ramsdale, Stacey, Ake, S Cook, Rico, Fraser, Lerma, L Cook, Danjuma, Solanke, C Wilson
Varamenn: Boruc, Gosling, H Wilson, Simpson, Mepham, Kilkenny, Saydee



Burnley: Pope, Bardsley, Tarkowski, Mee, Taylor, Hendrick, Brady, Cork, McNeil, Wood, Barnes
Varamenn: Hart, Lowton, Drinkwater, Gibson, Rodriguez, Pieters, Lennon

Crystal Palace: Guaita, Van Aanholt, Kelly, Tomkins, Dann, Kouyate, Milivojevic, McArthur, Townsend, Zaha, Ayew
Varamenn: Hennessey, Sakho, Schlupp, Benteke, McCarthy, Camarasa, Riedewald
Athugasemdir
banner
banner