banner
   lau 30. nóvember 2019 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
De Gea: Vantar meiri gæði í ákveðnar stöður
Mynd: Getty Images
Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í FC Astana höfðu betur gegn Manchester United í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn.

David De Gea, markvörður Rauðu djöflanna, telur vanta meiri gæði í lið sinna manna.

„Liðið er eins og það er og úrslitin eru eins og þau eru. Það er bara þannig. Fyrri hálfleikurinn gegn Astana var líklega einn versti hálfleikur sem við höfum spilað á árinu," sagði De Gea við Sky.

„Viðbrögðin voru góð eftir leikhlé en þau nægðu ekki. Þetta er leikur sem við eigum að vinna, við þurfum að eiga góðan kafla og vinna fjóra eða fimm leiki í röð. Því miður er liðið ekki að spila sérlega vel þessa stundina.

„Það er ekki útaf áhugaleysi því við erum allir að leggja allt í sölurnar. Sannleikurinn er sá að það vantar kannski gæði í ákveðnar stöður á vellinum, það vantar ekki baráttuandann."


Man Utd hefur farið hægt af stað í enska boltanum og er liðið með 17 stig eftir 13 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner