Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 30. nóvember 2019 15:36
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Newcastle og Man City: Fernandez bestur
Mynd: Getty Images
Newcastle náði 2-2 jafntefli við Englandsmeistara Manchester City í fyrsta leik dagsins og er Sky Sports búið að gefa leikmönnum einkunnir.

Federico Fernandez, miðvörður Newcastle, var besti maður vallarins og fær hann 9 í einkunn. Fimm aðrir leikmenn Newcastle fá 8 í einkunn en aðeins Kevin De Bruyne kemst yfir sexuna í liði Man City.

Stigið er mikilvægt fyrir Newcastle sem er núna fimm stigum frá fallsæti á meðan leikmenn Man City eru eflaust hundsvekktir enda náðu þeir forystunni í annað sinn með glæsilegu marki De Bruyne á 82. mínútu.

Jonjo Shelvey jafnaði með flottu skoti utan teigs. Man City er átta stigum eftir toppliði Liverpool, sem á leik til góða og er 2-0 yfir gegn Brighton.

Newcastle: Dubravka (8), Manquillo (7), Dummett (7), Fernandez (9), Clark (7), Willems (8), Shelvey (8), Hayden (8), Almiron (7), Joelinton (6), Saint-Maximin (8)
Varamenn: Gayle (6), Atsu (6)

Man City: Ederson (6), Mendy (6), Stones (6), Fernandinho (6), Walker (6), Gundogan (6), De Bruyne (8), David Silva (6), Mahrez (5), Sterling (6), Jesus (6)
Varamenn: Rodri (6), Bernardo Silva (6), Foden (6)
Athugasemdir
banner
banner