banner
   lau 30. nóvember 2019 16:59
Ívan Guðjón Baldursson
England: Chelsea tapaði á heimavelli - Van Dijk með tvennu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk var hetja Liverpool gegn Brighton í dag. Hann skoraði tvö skallamörk í fyrri hálfleik og nægðu þau til sigurs, þó aðeins tæplega.

Fyrst skoraði Van Dijk eftir aukaspyrnu frá Trent Alexander-Arnold. Sex mínútum síðar skoraði hann eftir hornspyrnu frá bakverðinum unga.

Gestirnir gáfust ekki upp þrátt fyrir slakan fyrri hálfleik og minnkuðu muninn á 79. mínútu. Alisson fékk þá beint rautt spjald fyrir að verja boltann vijandi með hendi utan teigs.

Adrian kom inn í markið og var ennþá að stilla upp veggnum þegar miðvörðurinn Lewis Dunk tók spyrnuna. Dunk bókstaflega senti boltann meðfram jörðinni í fjærhornið þar sem Adrian náði ekki að færa sig tímanlega.

Adrian bætti þó upp fyrir þessi mistök og varði vel til að tryggja sigur Liverpool, sem er komið með 11 stiga forystu á toppnum.

Liverpool 2 - 1 Brighton
1-0 Virgil van Dijk ('18)
2-0 Virgil van Dijk ('24)
2-1 Lewis Dunk ('79)
Rautt spjald: Alisson, Liverpool ('76)

Á Stamford Bridge gerði Aaron Cresswell eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks er Chelsea tapaði Lundúnaslagi.

Cresswell gerði frábærlega að fara framhjá varnarmanni Chelsea áður en hann setti boltann í fjærhornið með hægri fætinum.

Heimamenn fengu mikið af færum en þau hæfðu sjaldan markið. Þegar skotin hæfðu markið var Dean Martin tilbúinn í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik.

Þetta eru svekkjandi úrslit fyrir lærisveina Frank Lampard sem hefðu jafnaði Man City í öðru sæti með sigri. Þetta er fyrsti sigur Hamranna eftir þrjá tapleiki í röð og er liðið með 16 stig eftir 14 umferðir.

Chelsea 0 - 1 West Ham
0-1 Aaron Cresswell ('48)

Dele Alli skoraði í fyrri hálfleik gegn Bournemouth og tvöfaldaði hann forystuna í upphafi síðari hálfleiks. Moussa Sissoko gerði svo þriðja markið en lærisveinar Eddie Howe voru ekki á því að gefast upp.

Harry Wilson kom inn af bekknum og minnkaði muninn á 73. mínútu. Hann gerði annað mark undir lok uppbótartímans en það nægði ekki og lokatölur 3-2.

Leikmenn Tottenham hafa brugðist vel við nýjum stjóra og er liðið komið í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar eftir tvo sigra í röð. Bournemouth er í neðri hlutanum.

Tottenham 3 - 2 Bournemouth
1-0 Dele Alli ('21)
2-0 Dele Alli ('50)
2-1 Moussa Sissoko ('69)
3-1 Harry Wilson ('73)
3-2 Harry Wilson ('96)

Að lokum tapaði Burnley fyrir Crystal Palace. Wilfried Zaha og Jeffrey Schlupp gerðu mörkin.

Jóhann Berg Guðmundsson var fjarverandi vegna meiðsla og er Burnley áfram í efri hluta deildarinnar, með 18 stig. Crystal Palace er með jafn mörg stig.

Burnley 0 - 2 Crystal Palace
0-1 Wilfried Zaha ('45)
0-2 Jeffrey Schlupp ('78)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner