Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. nóvember 2019 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Erum ekki eina liðið sem glímir við meiðsli
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Fabinho verður líklega ekki meira með á árinu vegna ökklameiðsla. Jürgen Klopp er svekktur vegna meiðslanna en segir að Liverpool geti tekist á við þetta rétt eins og öll önnur félög takast á við að missa menn í meiðsli.

Jordan Henderson, Georginio Wijnaldum og Adam Lallana hafa verið að leysa Fabinho af hólmi þegar hann er fjarri góðu gamni. Það þykir augljóst að Klopp vill frekar nota Fabinho heldur en þá fyrrnefndu.

„Þetta eru slæmar fréttir, ekkert jákvætt við þetta. Við erum ekki viss hversu langan tíma það mun taka hann að ná sér aftur en hann verður ekki með í háannatímanum í kringum jólin, það er slæmt," segir Klopp.

„Við erum með lausnir í hans stöðu og höfum spilað vel án hans. Við erum ekki eina liðið sem þarf að glíma við meiðsli, við þurfum að takast á við þetta eins og allir aðrir og gera okkar besta að finna hæfilegar lausnir.

„Við höfum notað Hendo, Gini og Lallana í þessari stöðu en það er afar slæmt að missa mann á borð við Fabinho úr hópnum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner