Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 30. nóvember 2019 17:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mögulegur riðill Íslands á EM: Þýskaland, Frakkland og Portúgal
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ef Ísland kemst á EM þá mætum við Þýskalandi, ríkjandi Heimsmeisturum Frakklands og ríkjandi Evrópumeisturum Portúgals í riðlakeppninni.

Óhætt er að segja að þetta sé dauðariðillinn.

Það er ekki ljóst að við verðum með á EM næsta sumar. Eftir að hafa endað í þriðja sæti í riðli okkar í undankeppninni, á eftir Frakklandi og Tyrklandi, þá þurfum við að fara í umspil í mars.

Við mætum Rúmeníu í undanúrslitunum í umspilinu á Laugardalsvelli, og annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi ef við komumst í úrslitaleikinn.

Ef við komumst í gegnum umspilið þá spilum við í Búdapest og München næsta sumar gegn Þýskalandi, Frakklandi og

Þýskaland varð Heimsmeistari 2014 og Frakkland varð Heimsmeistari í fyrra.

Ísland var með Frakklandi í undankeppninni fyrir EM og töpuðum við báðum leikjunum, 4-0 í París og 1-0 á Laugardalsvelli.

Á EM 2016, fyrsta stórtmótinu sem Ísland tók þátt í, þá mættum við Portúgal í fyrsta leik og gerðum 1-1 jafntefli. Portúgal vann á endanum mótið.

F-riðill (Búdapest og München):
Þýskaland
Frakkland
Portúgal
Ísland?
Athugasemdir
banner
banner
banner