Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 30. nóvember 2019 16:29
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Leipzig á toppinn - Hahn skúrkurinn hjá Augsburg
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
RB Leipzig er komið á topp þýsku deildarinnar eftir fjörugan leik gegn botnliði Paderborn.

Patrick Schick gerði sitt fyrsta mark í þýska boltanum snemma leiks og tvöfaldaði Marcel Sabitzer forystu Leipzig. Timo Werner gerði svo þriðja markið og staðan 0-3 í leikhlé.

Nýliðarnir voru ekki á því að gefast upp og náðu að minnka muninn niður í eitt mark. Nær komust þeir þó ekki og sitja áfram á botninum með 5 stig eftir 13 umferðir.

Leipzig er með tveggja stiga forystu á toppnum en Borussia Mönchengladbach getur endurheimt toppsætið með sigri.

Paderborn 2 - 3 Leipzig
0-1 Patrick Schick ('3)
0-2 Marcel Sabitzer ('4)
0-3 Timo Werner ('26)
1-3 Streli Mamba ('62)
2-3 Klaus Gjasula ('73)

Jadon Sancho og Thorgan Hazard komu Borussia Dortmund þá í tveggja marka forystu gegn Hertha Berlin.

Vladimir Darida minnkaði muninn og fékk Mats Hummels rautt spjald fyrir leikhlé. Tíu leikmenn Dortmund héldu þó út og náðu í mikilvæg stig.

Dortmund er í fimmta sæti með 23 stig eftir sigurinn. Fjórum stigum eftir toppliði Leipzig. Hertha Berlin er í fallbaráttunni.

Hertha Berlin 1 - 2 Dortmund
0-1 Jadon Sancho ('15)
0-2 Thorgan Hazard ('17)
1-2 Vladimir Darida ('34)
Rautt spjald: Mats Hummels, Dortmund ('45)

Alfreð Finnbogason var þá ekki í leikmannahópi Augsburg vegna meiðsla. Andre Hahn var skúrkur Augsburg í dag en hann klúðraði vítaspyrnu í upphafi leiks og fékk svo rautt spjald rétt fyrir leikhlé.

Augsburg heimsótti Köln og misstu heimamenn mann af velli á 39. mínútu. Florian Niederlechner kom Augsburg yfir skömmu síðar og fékk Hahn sitt annað gula spjald skömmu síðar.

Augsburg leiddi þar til undir lokin þegar Jhon Cordoba jafnaði fyrir Köln. Köln er í næstneðsta sæti, með 8 stig, á meðan AUgsburg er með 14 stig.

Köln 1 - 1 Augsburg
0-1 Florian Niederlechner ('43)
1-1 Jhon Cordoba ('86)
Rautt spjald: Rafael Czichos, Köln ('39)
Rautt spjald: Andre Hahn, Augsburg ('44)

Andrej Kramaric kom Hoffenheim yfir snemma leiks gegn Fortuna Düsseldorf. Undir lokin jafnaði Rouwen Hennings.

Dusseldorf er með 12 stig, einu stigi frá fallsvæðinu. Hoffenheim er með 21 stig, einu stigi frá Evrópusæti.

Hoffenheim 1 - 1 Dusseldorf
1-0 Andrej Kramaric ('6)
1-1 Rouwen Hennings ('88)
Athugasemdir
banner
banner
banner