Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 30. nóvember 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vinicius fer ekki á láni í janúar
Vinicius Junior.
Vinicius Junior.
Mynd: Getty Images
Brasilíska vonarstjarnan Vinicius Junior mun ekki yfirgefa Real Madrid í janúar. Þetta segir Zinedine Zidane, þjálfari liðsins.

Vinicius hefur ekki byrjað leik síðan 19. október og aðeins skorað eitt mark í 11 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili.

Talað hefur verið um að hinn 19 ára gamli Vinicius, sem var keyptur til Real Madrid fyrir 46 milljónir evra, myndi mögulega fara á láni í janúar, en Zidane segir að það sé ekki að fara að gerast.

„Hann er ekki á förum, hann mun halda áfram hérna," sagði Zidane við blaðamenn.

„Ég er með 26 leikmenn í hópnum mínum og ég verð að skilja suma þeirra eftir utan liðsins. Þetta er ekki hans augnablik núna, en hann verður að vera tilbúinn þegar að því kemur."

„Hazard og Rodrygo hafa komið sterkir inn. Vinicius er að æfa vel, en það eru aðrir leikmenn mikilvægir og ég verð að velja."

Eden Hazard varð fyrir meiðslum gegn PSG í Meistaradeildinni í vikunni og gæti Vinicus fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína gegn Alaves í hádeginu í dag.

Zidane vonast til að Hazard verði klár í slaginn eftir viku.

Real Madrid er í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með jafnmörg stig og topplið Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner