Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. nóvember 2020 11:18
Elvar Geir Magnússon
Van de Beek meiddur á ökkla
Donny van de Beek í leiknum í gær.
Donny van de Beek í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Óvíst er hvort Donny van de Beek geti spilað með Manchester United í Meistaradeildarleiknum gegn Paris-Saint Germain í vikunni.

Van de Beek lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik í ensku úrvalsdeildinni þegar United vann 3-2 endurkomusigur gegn Southampton á sunnudaginn.

Van de Beek, sem er 23 ára, meiddist á ökkla í leiknum en spilaði þó allan leikinn.

Eftir leikinn birti hann mynd af bólgnum ökkla sínum á Instagram og skrifaði við myndina: „Velkominn í ensku úrvalsdeildina!"

Spænski markvörðurinn David de Gea fór af velli í hálfleik vegna meiðsla en Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, segist vonast til þess að De Gea verði með gegn PSG á miðvikudag.
Athugasemdir
banner
banner