Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 30. nóvember 2021 13:30
Elvar Geir Magnússon
Klopp hissa á að Salah hafi ekki verið ofar
Jurgen Klopp og Mohamed Salah.
Jurgen Klopp og Mohamed Salah.
Mynd: EPA
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, viðurkennir að það hafi komið sér á óvart að Mohamed Salah hafi bara endað í sjöunda sæti á Ballon d'Or verðlaunahátíðinni.

Lionel Messi vann gulboltann í sjöunda sinn. Robert Lewandowski endaði í öðru sæti og Jorginho í þriðja.

Karim Benzema, N'Golo Kante og Cristiano Ronaldo komu síðan á undan Salah sem þurfti að sætta sig við sjöunda sætið.

„Ég var hissa að sjá hann svona neðarlega. Það eru íþróttafréttamenn sem kjósa, ef ykkur finnst að hann hafi hátt að vera ofar verðið þið að sannfæra kollega ykkar!" sagði Klopp á fréttamannafundi.

„Það var hægt að gefa Messi verðlaunin fyrir ferilinn sem hann hefur átt. En fyrst Robert Lewandowski fékk ekki verðlaunin núna þá mun hann aldrei fá þau. Mo Salah átti klárlega að vera ofar líka."

Liverpool sat fyrir svörum á fréttamannafundi í aðdraganda leiks gegn Everton sem verður á Goodison Park á morgun.

„Það er sérstakt andrúmsloft í grannaslögum en þetta er fótboltaleikur og við nálgumst hann sem slíkan," segir Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner