Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 31. janúar 2023 15:57
Elvar Geir Magnússon
Enzo í læknisskoðun hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
Enzo Fernandez, miðjumaður Benfica og Argentínu, er á leið í læknisskoðun hjá Chelsea. Sky Sports greinir frá. Skoðunin er framkvæmd í Portúgal enda er enska félagið í kapphlaupi við tímann til að klára kaupin á honum áður en glugganum verður lokað.

Félögin hafa verið í strembnum viðræðum en nú virðist samkomulag hafa nást. Chelsea hefur sagt Benfica að félagið sé tilbúið að borga 106 milljóna punda riftunarákvæði í samningi leikmannsins.

Enzo tjáði Benfica að hann vildi ganga í raðir Chelsea í dag.

Enzo, sem varð 22 ára á dögunum, var valinn besti ungi leikmaður HM í Katar en hann lyfti bikarnum með liðsfélögum sínum í argentínska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner