Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 31. janúar 2023 14:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sabitzer meira en til í að fara til Man Utd
Sabitzer í leik gegn Dortmund.
Sabitzer í leik gegn Dortmund.
Mynd: EPA
Manchester United er að reyna fá miðjumanninn Marcel Sabitzer í sínar raðir fyrir gluggalok. Glugginn lokar kl. 23:00 og því þarf United að hafa hraðar hendur. United vill fá inn mann þar sem Christian Eriksen verður frá vegna meiðsla næstu þrjá mánuðina.

Sabitzer er fjórði kosturinn inn á miðsvæðið hjá Bayern en Leon Goretzka og Joshua Kimmich spila þar flesta leiki. Ryan Gravenberch er svo næstur í röðinni á undan Sabitzer.

Ítalski félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því að umboðsmenn Sabitzer hafi látið United vita að leikmaðurinn sé meira en tilbúinn til þess að ganga í raðir enska félagsins.

Sabitzer æfði ekki í dag og er útlit fyrir að hann sé á förum. Bayern og United eru sem stendur í viðræðum sín á milli. Chelsea er einnig sagt hafa áhuga á leikmanninum en talsvert líklegra sé að hann fari til Manchester.

Sabitzer er 28 ára austurríkismaður sem kom til Bayern frá RB Leipzig sumarið 2021. Hann á að baki 68 landsleiki. Á þessu tímabili hefur hann skorað eitt mark í 24 leikjum í öllum keppnum með Bayern. Hann getur leyst margar stöður á vellinum en hefur oftast spilað á miðri miðjunni.

Sjá einnig:
Telur það örvæntingu hjá Man Utd að reyna við Sabitzer
Man Utd reynir að fá Sabitzer - Líka orðaður við Chelsea
Athugasemdir
banner
banner