Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 31. maí 2020 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Æfingaleikur: Álftanes vann öruggan sigur á Sindra
Sigrún Auður í leik í fyrra.
Sigrún Auður í leik í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Áftanes 4 - 0 Sindri
1-0 Edda
2-0 Kristín Eva Gunnarsdóttir
3-0 Sigrún Auður Sigurðardóttir
4-0 Júlíana M Sigurgeirsdóttir

Í gær mættust Álftanes og Sindri í æfingaleik sem hófst klukkan 14:30.

Liðin munu bæði leika í 2. deild kvenna og markaskorarana má sjá hér að ofan.

Reynsluboltinn Sigrún Auður skoraði 3. mark Álftnesinga en hún er fædd árið 1980. Sindri endaði í 3. sæti 2. deildar á síðasta ári á meðan Álftanes varð í 6. sæti.

Álftanes kemur inn í 1. umferð bikarsins og mætir ÍR í fyrstu umferð þann 7. júní. Sindri kemur inn í 2. umferð og mætir annað hvort sameiginlegu liði Fjarðabyggðar Hattar og Leiknis eða liði Hamranna.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner