Leeds United féll úr úrvalsdeildinni um síðustu helgi eftir að liðið hafði tryggt sér sæti í deildinni fyrir tímabilið 2020/21 eftir 16 ára fjarveru.
Þetta er mikið áfall fyrir alla tengda félaginu en liðið var sterkt úrvalsdeildarfélag um árið og gerði þær vonir að festa sig í sessi í þetta sinn.
Andrea Radrizzani eigandi Leeds United sendi afsökunarbeiðni á stuðningsmenn liðsins.
„Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir alla sem tengjast Leeds United. Ég á erfitt með að finna réttu orðin, ég við biðja stuðningsmenn liðsins afsökunar á fallinu. Ég er miður mín hvernig þetta tímabil hefur þróast,"
„Við höfum lagt í verulegar fjárfestingar til að halda Leeds United í úrvalsdeildinni en höfum augljóslega gert mistök á leiðinni. Við erum að skoða þær ákvarðanir svo við lærum af þeim og bætum félagið og komumst áfram í framtíðinni."
Hann vonast til að stuðningsmenn liðsins sjái það, þegar þeir hafa jafnað sig á reiðinni af því að falla, að það eru bjartir tímar framundan.