Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 31. júlí 2017 15:23
Magnús Már Einarsson
FH fær franskan varnarmann (Staðfest)
Cédric D'Ulivo (í gulu) í leik með Beveren.
Cédric D'Ulivo (í gulu) í leik með Beveren.
Mynd: Getty Images
FH hefur fengið franska hægri bakvörðinn Cédric D'Ulivo í sínar raðir en hann fær leikheimild með liðinu á morgun.

D'Ulivo á að fylla skarð Jonathan Hendrickx sem fór frá FH í portúgölsku B-deildina á dögunum.

D'Ulivo er 27 ára gamall en hann hefur undanfarin ár leikið í Belgíu með Waasland Beveren, Zulte Waregem og OH Leuven. Á sínum tíma var D'Ulivo á mála hjá franska stórliðinu Marseille í þrjú ár.

Hann má ekki spila með FH gegn Maribor í Meistaradeildinni á miðvikudag þar sem hann er ekki skráður í Evrópuhóp FH. Hann gæti hins vegar spilað sinn fyrsta leik gegn KA í Pepsi-deildinni á laugardag.

FH vonast til að fá einn annan nýjan leikmann í sínar raðir áður en félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti en þetta sagði Heimir Guðjónsson þjálfari liðsins í viðtali við Fótbolta.net í dag.
Athugasemdir
banner
banner