fös 31. júlí 2020 18:05
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Tromsö áfram með fullt hús stiga - Adam Örn fór meiddur af velli
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Tromsö 4 - 2 Stjordals Blink
1-0 J. Olufsen ('1, sjálfsmark)
1-1 M. Lillebo ('25)
1-2 M. Lillebo ('31, víti)
2-2 R. Jenssen ('47)
3-2 M. Andersen ('65)
4-2 M. Ingebrigtsen ('79)

Adam Örn Arnarson var í byrjunarliði Tromsö sem fékk Stjordals Blink í heimsókn í toppbaráttu norsku B-deildarinnar í dag.

Tromsö komst yfir snemma leiks en gestirnir sneru stöðunni við og voru með 1-2 forystu í leikhlé. Adam Örn þurfti að fara meiddur af velli skömmu fyrir leikhlé.

Liðsfélagar Adams sneru stöðunni aftur sér í hag með því að skora þrjú mörk eftir leikhlé. Þeir uppskáru 4-2 sigur og eru áfram á toppi deildarinnar, með fullt hús stiga eftir sex umferðir.

Adam Örn, sem verður 25 ára í ágúst, er búinn að byrja fimm leiki af sex á deildartímabilinu og er Tromsö með þriggja stiga forystu sem stendur.

Samkvæmt færslu á Twitter aðgangi Tromsö virðast meiðsli Adams vera smávægileg.
Athugasemdir
banner