fös 31. ágúst 2018 17:15
Magnús Már Einarsson
Álitsgjafar spá í leik Íslands og Þýskalands
Icelandair
Ísland mætir Þýskalandi á morgun.
Ísland mætir Þýskalandi á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Íslenska liðið vann Þýskaland í fyrra.
Íslenska liðið vann Þýskaland í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Þýskalandi í risaleik í undankeppni kvenna klukkan 14:55 á morgun. Sigur kemur Íslandi á HM í fyrsta skipti í sögunni.

Fótbolti.net fékk nokkra álitsgjafa til að spá í spilin fyrir leikinn.



Elísa Viðarsdóttir, Valur
Full stúka og rómantískur laugardagur í Laugardalnum, það ætti ekki að þurfa meira til að motivera leikmenn. Ég held að það verði lítið um opnanir til að byrja með og bæði lið aðeins að þreifa á hvort öðru. Þær Þýsku fara svo að gera sig líklegar þegar líða fer á leikinn og fara að opna sig meira til baka. Gullfóturinn Hallbera kemur svo með einn stollara á fjær þar sem að Gunnhildur Yrsa verður mætt og hamrar boltann inn. Þetta verður taktísk snilld hjá Freysa og Ása og ekkert annað í boði en að hirða HM sætið strax á morgun.

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Stjarnan
Stærsti leikur íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi og sæti á HM í húfi. Það vantar stór nöfn í bæði lið til að mynda átti Dagný Brynjars sinn besta landsleik í langan tíma í leiknum á móti þeim úti í Þýskalandi og verður mikill missir af henni en Freyr og Ási eru með mastersgráðu í að motivera leikmenn fyrir svona stóra leiki og stelpurnar verða með allt sitt á hreinu. Ég er ca 100% á því að leikurinn fari 1-1, Glódís Perla eða Gunnhildur Yrsa skora eftir langt innkast frá Sif Atla. Við klárum svo dæmið og vinnum Tékka á þriðjudaginn.

Kolbeinn Tumi Daðason, Vísir
Ég vona svo innilega að þetta verði eftirminnileg stund á Laugardalsvelli, með 9800 áhorfendur þar sem ég verð með krakkana mína sem eru mjög spenntir. Vona svo innilega að allir taki undir í þjóðsöngnum og búi til gæsahúðaraugnablik strax í byrjun.

Maður var ansi svartsýnn eftir EM í Hollandi í fyrra og nú rúmu ári síðan eru Þjóðverjarnir mættir í úrslitaleikinn. Ég held að það verði mikil spenna í leikmönnum vegna umgjarðarinnar og stærðargráðu leiksins. Pressan er á gestunum sem þurfa sigurinn ólíkt okkur.

Fjarvera Dagnýjar og Hörpu veikir liðið virkilega en ef United gat klárað Bæjara á Nou Camp ’99 án Scholes og Keane þá er allt mögulegt. Ég held að þetta verði leikurinn hennar Gunnhildar Yrsu. Hún er búin að vera funheit vestan hafs, er algjört baráttuljón sem maður er alltaf aðeins smeykur við að næli sér í rautt spjald. Þær Sara Björk munu eiga miðjuna og drífa liðið áfram. Eftir markalausan fyrri hálfleik komast Þjóðverjarnir yfir snemma í síðari hálfleik. Íslenska liðið gefur þá í, stuðningurinn verður geggjaður og Mettan jafnar metin áður en yfir líkur. 1-1 og svo klára stelpurnar dæmið á þriðjudaginn.

Alfreð Jóhannsson, þjálfari Selfoss
Leikirnir verða ekki stærri en þetta. Hef trú á við munum liggja til baka og láta þær koma á okkur. Allir leikmenn verða að eiga sinn besta dag svo við fáum eitthvað útur honum. Hef mikla trú á að stelpurnar munu ná sínum besta leik fyrir framan fullan laugardal. Ætla að spá 1-1 og það verður Gunnhildur Yrsa sem skorar okkar mark.

Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þór/KA
Ég sé fyrir mér frábæran íslenskan leik. Mjög vel skipulagður og þéttur varnarleikur ásamt hárbeittum skyndisóknum og vel nýttum föstum leikatriðum. Íslenska “brjálæðin” mun skína î gegn. Þessi leikur fer 2-1 fyrir Ísland. Þjóðverjar skora fyrst snemma en Glódís jafnar eftir fast leikatriði î seinni hálfleik. Sandra María skorar svo eftir snarpa skyndisókn í lokin. Áfram Ísland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner