Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 31. ágúst 2018 15:38
Magnús Már Einarsson
Flautað til leiks 14:55 á morgun - Fólk hvatt til að mæta snemma
Icelandair
Stuðningurinn getur haft sitt að segja á morgun.
Stuðningurinn getur haft sitt að segja á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiktíminn á leik Íslands og Þýskalands á morgun er nokkuð óvenjulegur en flautað verður til leiks klukkan 14:55. Ástæðan er sú að þýska sjónvarpið er með risaútsendingu frá leiknum og fékk að segja sitt um leiktímann.

Uppselt er á leikinn og Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hvetur fólk til að mæta snemma og láta sjá sig þegar íslenska liðið hitar upp.

„Ég er sjálfur ekki sérstakur á klukkuna og mæti yfirleitt of seint. Ekki taka mig til fyrirmyndar og mæta á síðustu stundu a leikinn," sagði Freysi léttur í bragði í dag.

„Mætið snemma og leyfið okkur að finna fyrir stuðningnum í upphitun. Það gæti hjálpað. Það undirbýr liðið fyrir leikinn. Það væri gaman að geta leyft þessu að byggjast eðlilega upp ef fólk mætir snemma og leikmenn geta sogið í sig stemninguna."

„Eigum við ekki að henda einu ákalli á þjóðina í viðbót og biðja fólk um að mæta snemma."


Stuðningsmannasvæði opnar fyrir utan Laugardalsvöllinn klukkan 13:00 á laugardaginn og er fólk hvatt til að mæta snemma og njóta dagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner