Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 31. ágúst 2018 16:15
Magnús Már Einarsson
Freysi: Væri með kvíðahnút ef ég þyrfti að hræra sement
Ísland-Þýskaland klukkan 14:55 á morgun
Icelandair
Freyr á æfingu hjá landsliðinu í vikunni.
Freyr á æfingu hjá landsliðinu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við höfum engu að tapa þannig," sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag fyrir leikinn gegn Þýskalandi á morgun. Ísland getur með sigri tryggt sér sæti á HM í fyrsta skipti.

„Við erum að spila við stórveldi. Ef þær ná ekki fram sigri þá er það katastrófa fyrir þær. Ef við náum ekki fram sigri þá er það eitthvað sem telst eðlilegt. Á endanum erum við ekki eðlileg. Við ætlum okkur alltaf sigur og það er þannig á morgun."

Jafntefli þýðir að Ísland þarf sigur gegn Tékkum á þriðjudaginn til að fara beint á HM. Liðið í öðru sæti riðilsins fer í umspil og Ísland endar þar ef liðið tapar á morgun en vinnur á þriðjudag.

Vill partý annað kvöld
Umspilið er í október og nóvember en í sömu mánuðum er Freyr einnig í verkefni með A-landsliði karla þar sem hann er aðstoðarþjálfari. Verkefnin verða ekki á sömu dögum en er Freyr kvíðinn að fara í umspil og vera að vinna í báðum verkefnum í sama mánuðinum?

„Ef sú staða kemur upp þá er það bara gaman. Ég væri með kvíðahnút ef ég þyrfti að hræra sement hjá Steypustöðinni í næstu viku. Að þjálfa fótbolta er ekki vandamál," sagði Freysi. „Ég hef hins vegar engan áhuga á þeirri stöðu. Ég vil klára þetta á morgun og halda partý annað kvöld."

„Þessi leikur getur farið hvernig sem er. Þetta verður dramatík fram á 94. mínútu. Það geta komið upp endalaust af stöðum í leiknum. Þetta er leikur sem getur haft margar leikmyndir," sagði Freyr sem er bjartsýnn fyrir leikinn á morgun.

„Það er mikil reynsla í liðinu. Ég er búinn að vera með þeim lengi og við þekkjum hvort annað vel. Við erum tilbúin til að takast á við hvar sem er og klár í gott stríð."
Athugasemdir
banner
banner