Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. ágúst 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Gummi Tóta inn í íslenska landsliðshópinn
Icelandair
Guðmundur Þórarinsson.
Guðmundur Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson, leikmaður Norrköping, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir komandi leiki gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni.

Emil Hallfreðsson, miðjumaður Frosinone, er tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla og Erik Hamren landsliðsþjálfari hefur ákveðið að bæta manni við hópinn.

Hinn 26 ára gamli Guðmundur á þrjá A-landsleiki að baki en hann hefur leikið vel sem vængbakvörður Norrköping sem er í 3. sæti í sænsku úrvalsdeidlinni í augnablikinu. Guðmundur hefur þó lengst af á ferlinum spilað á miðjunni.

Í gær kom Theodór Elmar Bjarnason inn í hópinn fyrir Jóhann Berg Guðmundsson sem meiddist í leik með Burnley um síðustu helgi.

Markmenn
Hannes Þór Halldórsson (Qarabag)
Rúnar Alex Rúnarsson (Dijon)
Frederik Schram (Roskilde)

Varnarmenn
Birkir Már Sævarsson (Valur)
Ragnar Sigurðsson (Rostov)
Kári Árnason (Gençlerbirliği)
Ari Freyr Skúlason (Lokeren)
Sverrir Ingi Ingason (Rostov)
Hörður Björgvin Magnússon (CSKA Moskva)
Jón Guðni Fjóluson (Krasnodar)
Hólmar Örn Eyjólfsson (Levski Sofia)

Miðjumenn
Gyfi Þór Sigurðsson (Everton)
Emil Hallfreðsson (Frosinone)
Birkir Bjarnason (Aston Villa)
Arnór Ingvi Traustason (Malmö)
Rúrik Gíslason (Sandhausen)
Rúnar Már Sigurjónsson (Grasshopper)
Guðlaugur Victor Pálsson (FC Zurich)
Theodór Elmar Bjarnason (Elazigspor)
Guðmundur Þórarinsson (Norrköping)

Sóknarmenn
Jón Daði Böðvarsson (Reading)
Kolbeinn Sigþórsson (Nantes)
Björn Bergmann Sigurðarson (Rostov)
Viðar Örn Kjartansson (Maccabi Tel Aviv)

Leikir Íslands Þjóðadeildinni
8. september Sviss-Ísland (St. Gallen)
11. september Ísland-Belgía (Laugardalsvöllur)
15. október Ísland-Sviss (Laugardalsvöllur)
15. nóvember Belgía-Ísland (Brussel)

Athugasemdir
banner
banner
banner