fös 31. ágúst 2018 18:00
Magnús Már Einarsson
Sara Björk þjálfaði liðsfélaga sinn í landsliðinu
Icelandair
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður Breiðabliks, er nýliði í íslenska landsliðshópnum sem mætir Þýskalandi í risaleik á morgun.

Alexandra hefur leikið vel með Blikum í sumar en hún kom til félagsins frá Haukum síðastliðinn vetur.

Byrjunin á ferli hennar er svipaður og hjá Söru. Báðar spila þær á miðjunni og hófu ungar að spila með meistaraflokki Hauka. Í kjölfarið fóru þær í Breiðablik.

Sara þjálfaði Alexöndru í yngri flokkum hjá Haukum á sínum tíma.

„Ég hef þekkt hana lengi. Ég þjálfaði hana á sínum tíma í Haukum og vissi frá því að hún var pínkulítil að hún væri mikið efni," sagði Sara þegar hún var spurð út í Alexöndru á fréttamannafundi í dag.

„Hún var líka í handbolta og var mjög efnileg þar. Hún er frábær leikmaður og ég sé eitthvað í henni. Þetta er mjög jákvætt fyrir landsliðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner