Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 31. ágúst 2018 15:57
Elvar Geir Magnússon
Svissneski hópurinn sem mætir Íslandi - Xhaka og Shaqiri með
Icelandair
Shaqiri, leikmaður Liverpool.
Shaqiri, leikmaður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, og Xherdan Shaqiri, sóknarleikmaður Liverpool, eru báðir á sínum stað í svissneska landsliðshópnum.

Vladimir Petkovic, landsliðsþjálfari Sviss, opinberaði í dag hópinn sem leikur gegn Íslandi í Þjóðadeildinni þann 8. september. Leikurinn fer fram í St. Gallen í Sviss.

Tveir nýliðar eru í hópnum en það eru Kevin Mbabu, varnarmaður Young Boys, og Albian Ajeti, sóknarmaður Basel.

Ef miðað er við HM hóp Sviss þá fara út þeir Michael Lang (leikbann), Nico Elvedi (meiddur), Josip Drmic, Blerim Dzemaili, Valon Behrami og Gelson Fernandes. Þeir tveir síðastnefndu hafa lagt landsliðsskóna á hilluna.

Inn koma Edimilson Fernandes (Fiorentina), Silvan Widmer (Basel), Admir Mehmedi (Wolfsburg), Timm Klose (Norwich) og Djibril Sow (Young Boys) sem ekki voru í HM hópnum.


Athugasemdir
banner
banner