Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 31. október 2019 20:34
Elvar Geir Magnússon
Hólmar skoraði í Búlgaríu - Rostov úr leik í bikarnum
Hólmar Örn og Björn Bergmann á landsliðsæfingu.
Hólmar Örn og Björn Bergmann á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði með skalla eftir hornspyrnu þegar lið hans Levski Sofia vann Dunav Ruse 2-0 í búlgörsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hólmar skoraði seinna markið í leiknum en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Íslendingurinn lék allan leikinn.

Levski Sofa er í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Ludogorets Razgrad. Fjórtán umferðum er lokið.

Rostov úr leik í Rússlandi
Íslendingaliðið Rostov féll úr leik í rússneska bikarnum í kvöld en það tapaði 2-1 gegn Spartak í Moskvu í 16-liða úrslitum.

Björn Bergmann Sigurðarson lék fyrstu 70 mínútur leiksins en Ragnar Sigurðsson var allan tímann á varamannabekknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner