fim 31. október 2019 21:50
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ítalía: Suso breyttist úr skúrki í hetju gegn SPAL
Suso skoraði sigurmarkið.
Suso skoraði sigurmarkið.
Mynd: Getty Images
Milan 1 - 0 SPAL
1-0 Suso ('63)

Einn leikur fór fram í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld, þar mættust AC Mílan og Spal.

Bæði liðin hafa verið í vandræðum í upphafi tímabils og stigasöfnunin ekki gengið vel.

Eitt mark var skorað í leik kvöldsins en það gerði Suso á 63. mínútu og tryggði þar með AC Mílan stigin þrjú. Suso hefur legið undir mikilli gagnrýni en breyttist úr skúrk í hetju.

Stuðningsmenn Milan kölluðu eftir því að Suso yrði settur á bekkinn og á það var hlustað. Hann kom hinsvegar inn sem varamaður og gerði gæfumuninn.

AC Mílan fer upp í 10. sæti deildarinnar með sigrinum, nú með 13 stig. Spal er hins vegar í fallsæti, 19. sæti með 7 stig.

Þetta var fyrsti sigur AC Milan undir stjórn Stefano Pioli.
Athugasemdir
banner
banner
banner