Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 31. október 2019 19:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Wilder um byrjun Sheffield: Við erum enn að læra
Chris Wilder knattspyrnustjóri Sheffield United.
Chris Wilder knattspyrnustjóri Sheffield United.
Mynd: Getty Images
Það er ekki annað hægt að segja en Chris Wilder og lærisveinar hans í Sheffield United hafi komið af nokkrum krafti inn í ensku úrvalsdeildina.

Sheffield United er í 8. sæti deildarinnar eftir 10. umferðir, það verður að teljast nokkuð góður árangur fyrir nýliða en Wilder vill þó ítreka það að þeir eigi margt eftir ólært í deild þeirra bestu á Englandi.

„Það er mikilvægt að fólk gleymi því ekki að við erum nýliðar í deildinni, þetta lið kemur alla leið úr 1. deild," sagði Wilder.

Wilder og Sheffield-menn setja stefnuna hærra.

„Við höfum lagt mikið á okkur og lagað margt í okkar leik, það hefur skilað sér. Stefna okkar allra er að komast lengra, að allir leikmenn taki framförum og að við bætum okkur sem lið."
Athugasemdir
banner