Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 31. október 2020 14:04
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Lærisveinar Ólafs skoruðu þrjú gegn Elíasi
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Esbjerg 3 - 1 Fredericia
1-0 S. Bæksgard ('39)
2-0 J. Kauko ('42)
2-1 C. Tue Jensen ('58)
3-1 J. Kauko ('67)
Rautt spjald: L. Parunashvili, Esbjerg ('91)

Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar í Esbjerg tóku á móti Elíasi Rafni Ólafssyni og félögum í Fredericia í toppbaráttu dönsku B-deildarinnar. Elías Rafn varði mark Fredericia á meðan Andri Rúnar Bjarnason var á bekknum hjá Esbjerg.

Heimamenn í Esbjerg tóku forystuna undir lok fyrri hálfleiks og skoruðu þá tvö mörk með skömmu millibili.

Fredericia minnkaði muninn í síðari hálfleik en finnski miðjumaðurinn Joni Kauko tvöfaldaði forystu Esbjerg á nýjan leik og urðu lokatölur 3-1.

Esbjerg er í öðru sæti, einu stigi fyrir ofan Fredericia. Liðin eru sex stigum frá toppsætinu þegar aðeins tíu umferðir eru búnar.
Athugasemdir
banner
banner