Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 31. október 2020 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Liverpool og West Ham: Phillips bestur í frumrauninni
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn Nathaniel Phillips var valinn besti maður vallarins er Liverpool lagði West Ham í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var fyrsti úrvalsdeildarleikurinn á ferli Phillips, sem lék að láni hjá Stuttgart á síðustu leiktíð og hjálpaði félaginu að komast aftur upp í efstu deild í Þýskalandi.

Miklar áhyggjur voru meðal stuðningsmanna Liverpool fyrir leikinn þar sem Joel Matip, Virgil van Dijk og Fabinho eru allir fjarri góðu gamni. Því þurfti hinn 23 ára gamli Phillips að taka sér stöðu við hlið Joe Gomez í hjarta varnarinnar hjá Englandsmeisturunum.

Miðvarðarparið fór þó ekki vel af stað í dag því Pablo Fornals skoraði snemma leiks eftir lélega hreinsun frá Gomez, sem fékk 6 í einkunn fyrir sinn þátt. Phillips fékk 8 og var enginn annar leikmaður sem fékk sömu einkunn.

Georginio Wijnaldum fékk 7 rétt eins og varamennirnir Xherdan Shaqiri og Diogo Jota. Fornals var bestur í liði West Ham og fékk einnig 7 í einkunn.

Sebastien Haller hefur alls ekki verið að finna sig í ensku úrvalsdeildinni og var fjarkaður enda versti maður vallarins, hann þótti verri heldur en Arthur Masuaku sem fékk 5,

Liverpool: Alisson (6), Alexander-Arnold (6), Gomez (6), Phillips (8), Robertson (6), Wijnaldum (7), Henderson (6), Jones (6), Mane (6), Firmino (6), Salah (6)
Varamenn: Shaqiri (7), Jota (7)

West Ham: Fabianski (6), Coufal (6), Balbuena (6), Ogbonna (6), Cresswell (6), Masuaku (5), Rice (6), Soucek (6), Fornals (7), Bowen (6), Haller (4)
Varamaður: Yarmolenko (6)
Athugasemdir
banner
banner