Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 31. október 2020 22:14
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: Sara og Berglind skoruðu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Lyon og skoraði fjórða mark liðsins í stórsigri gegn Montpellier.

Sara Björk skoraði á 72. mínútu og var henni skipt útaf þremur mínútum síðar. Lyon trónir á toppi frönsku deildarinnar með fullt hús stiga eftir 7 umferðir og hefur Sara gert tvö mörk í fjórum leikjum.

Anna Björk Kristjánsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir voru þá í byrjunarliði Le Havre sem tapaði fyrir Guingamp.

Guingamp komst yfir í upphafi leiks en Berglind Björg var snögg að jafna og staðan orðin 1-1 á fjórðu mínútu.

Guingamp hafði þó betur að lokum þar sem Jezeguel gerði sigurmarkið á lokakaflanum.

Le Havre vermir botnsæti deildarinnar með fjögur stig eftir sjö umferðir. Berglind Björg er komin með þrjú mörk í sex leikjum.

Montpellier 0 - 5 Lyon
0-1 D. Marozsan ('5)
0-2 A. Henry ('7)
0-3 E. Le Sommer ('21)
0-4 Sara BJörk Gunnarsdóttir ('72)
0-5 K. Buchanan ('94)

Guingamp 2 - 1 Le Havre
1-0 F. Robert ('2)
1-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('4)
2-1 E. Jezeguel ('79)

Í karlaflokki eru margfaldir meistarar PSG með þriggja stiga forystu á toppinum. Lille á leik til góða í öðru sæti.

PSG tapaði fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en hefur unnið fimm í röð síðan þá.

Í kvöld skoraði PSG þrjú gegn Nantes eftir að hafa farið inn í leikhlé í stöðunni 0-0, með ekkert skot á rammann.

Ander Herrera skoraði eftir stoðsendingu frá Kylian Mbappe, sem skoraði svo sjálfur úr vítaspyrnu. Skömmu síðar brenndu heimamenn í Nantes af af punktinum og innsiglaði Pablo Sarabia sigur PSG undir lokin.

Leikmenn á borð við Angel Di Maria, Neymar, Mauro Icardi, Marco Verratti og Leandro Paredes voru ekki í hópinum í dag vegna meiðsla og leikbanns.

Nantes 0 - 3 PSG
0-1 Ander Herrera ('47)
0-2 Kylian Mbappe ('65, víti)
0-3 Pablo Sarabia ('88)
Athugasemdir
banner
banner
banner