Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 31. október 2020 14:49
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: mbl 
Haukur Páll: Við áttum að vita betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mbl.is ræddi við Hauk Pál Sigurðsson, fyrirliða Íslandsmeistara Vals, í dag en Valsarar hafa fengið mikla gagnrýni fyrir fögnuð sinn í gærkvöldi.

KSÍ ákvað í gær að blása af keppnistímabilið og fær Valur því Íslandsmeistaratitilinn enda með átta stiga forystu á toppi Pepsi Max-deildarinnar.

„Við vor­um ný­bún­ir að klára æf­ingu þegar við heyrðum af þessu. Við hefðum að sjálf­sögðu viljað klára þá leiki sem eft­ir voru af tíma­bil­inu," sagði Haukur Páll við mbl.

„Ég bjóst satt best að segja ekki við því að þetta yrði blásið af í gær. Ég átti von á því að það yrðu ein­hverj­ir fund­ir og reynt að bíða með að klára mótið eitt­hvað leng­ur og það kom manni á óvart. Þetta er sérstakt.

„Við hefðum ef­laust þurft að spila eitt­hvað aðeins inn í des­em­ber til að klára mótið en öll lið eru hvort sem er vön að spila æf­inga­leiki á þeim tíma. Þetta var kannski orðið of flókið mál vegna reglugerðarinnar sem KSÍ setti í júlí."


Haukur Páll telur Val verðskulda titilinn í ár en hann segir tilfinninguna hafa verið skrýtna þegar leikmenn fréttu að þeir væru orðnir Íslandsmeistarar.

„Það er erfitt að bera þessa þrjá titla sem ég hef unnið með félaginu saman. Ég allavega sagt að það er allt annað að verða sigurvegari inni á vellinum en að koma af æf­ingu og sjá bara á net­inu að það sé búið að slaufa mót­inu þegar við eig­um fjóra leiki eft­ir."

Haukur var að lokum spurður út í fögnuðinn í gærkvöldi og viðurkenndi að það hafi verið óábyrg hegðun af hálfu leikmanna.

„Þessi fagnaðarlæti voru ekki plönuð eða neitt slíkt. Við ákváðum að hitt­ast aðeins í Fjós­inu eft­ir að við frétt­um að mót­inu hefði verið slaufað.

„Þetta voru klár mis­tök, við biðjumst af­sök­un­ar á þess­ari hegðun okk­ar sem var óá­byrg á þess­um tím­um. Við átt­um að vita bet­ur og auðvitað átt­um við bíða með fagnaðarlæt­in."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner