Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 31. október 2020 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Gervinho með tvennu gegn Inter - Muriel hetja Atalanta
Frestað leik Venezia vegna þoku - Staðan er 2-0
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Venezia
Fyrstu tveimur leikjum dagsins er lokið í Serie A, efstu deild ítalska boltans. Atalanta lagði þar Crotone að velli þökk sé tvennu frá Luis Muriel á meðan Inter lenti tveimur mörkum undir gegn Parma en náði sér í stig.

Í Mílanó var staðan markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik þar sem Inter réði gangi mála. Í síðari hálfleik skoraði Gervinho fyrstu tvö mörk leiksins en endurkoma hans í Serie A hefur verið frábær eftir að hafa verið lengi frá vegna erfiðra meiðsla.

HInn 33 ára gamli Gervinho gerði mjög vel að tímasetja hlaupin sín innfyrir varnarlínu Inter og var Antonio Conte brjálaður á hliðarlínunni. Hans menn svöruðu þó fyrir sig og minnkaði Marcelo Brozovic muninn aðeins tveimur mínútum eftir seinna mark Gervinho.

Inter jók sóknarþungan er tók að líða á hálfleikinn og náði Ivan Perisic að gera jöfnunarmark í uppbótartíma. Hann rétt svo náði að koma við boltann með hausnum en það nægði til að trufla varnarmenn Parma og jafna leikinn.

Arturo Vidal komst nálægt því að gera sigurmark Inter á lokasekúndum leiksins en skalli hans endaði rétt framhjá markinu. Lokatölur 2-2 þrátt fyrir mikla yfirburði Inter, sem er með 11 stig eftir 6 umferðir.

Inter 2 - 2 Parma
0-1 Gervinho ('46)
0-2 Gervinho ('62)
1-2 Marcelo Brozovic ('64)
2-2 Ivan Perisic ('92)

Luis Muriel gerði þá bæði mörk Atalanta í naumum sigri gegn nýliðum Crotone.

Muriel gerði bæði mörkin í fyrri hálfleik og náði nígeríski framherjinn Simy að minnka muninn og staðan því 1-2 í leikhlé.

Atalanta réði gangi mála frá fyrstu til síðustu mínútu leiksins en tókst ekki að skora meira en tvö mörk. Liðið er í öðru sæti deildarinnar með 12 stig eftir 6 umferðir.

Crotone 1 - 2 Atalanta
0-1 Luis Muriel ('26)
0-2 Luis Muriel ('38)
1-2 Simy ('40)



Í B-deildinni voru Bjarki Steinn Bjarkason og Óttar Magnús Karlsson á bekknum hjá Venezia gegn toppliði Empoli.

Feneyingar voru tveimur mörkum yfir þegar þurfti að flauta leikinn af og fresta honum vegna of mikillar þoku.

Venezia er með 7 stig eftir 4 umferðir, sex stigum minna heldur en Empoli en með leik til góða.

Brescia gerði þá 2-2 jafntefli við Virtus Entella en hvorki Birkir Bjarnason né Hólmbert Aron Friðjónsson voru í leikmannahópi Brescia.

Brescia er með fimm stig eftir fimm umferðir.

Brescia 2 - 2 Entella
1-0 M. Mangraviti ('61)
1-1 De Luca ('75)
2-1 F. Aye ('86)
2-2 M. Mancosu ('93, víti)
Rautt spjald: A. Mateju, Brescia ('92)

Venezia 2 - 0 Empoli
1-0 F. Forte
2-0 L. Fiordilino
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 32 18 9 5 45 24 +21 63
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
7 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
8 Lazio 32 15 4 13 41 35 +6 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 32 9 12 11 35 39 -4 39
13 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
14 Cagliari 32 7 10 15 34 54 -20 31
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner
banner