Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 31. október 2020 15:37
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vísir 
Leiknismenn gagnrýndir fyrir sinn fögnuð
Lengjudeildin
Mynd: Haukur Gunnarsson
Leiknir R. tryggði sér sæti í Pepsi Max-deild karla á næsta ári þegar KSÍ tilkynnti að Íslandsmótinu væri aflýst í gær.

Leiknismenn voru á æfingu þegar tilkynningin barst og brutust fagnaðarlæti út meðal leikmanna. Þeir fara upp um deild á markatölu þar sem þeir voru jafnir Fram á stigum í öðru sæti.

Íslandsmeistarar Vals hafa verið gagnrýndir fyrir viðbrögð sín við fregnunum í gær þar sem þeir virtu ekki reglur um samkomubann og nú er komið að Leiknismönnum. Þeir voru grímulausir og virtu ekki tveggja metra regluna í fagnaðarlátunum sem brutust út á æfingu.

Vísir greindi frá þessu og birti einnig myndband úr félagsheimili Leiknismanna þar sem freyðivíni var sprautað af svölunum í gærkvöldi.

Vísir náði tali af Oscari Clausen, formanni Leiknis, en hann vildi ekki tjá sig um fögnuð Breiðhyltinga.


Athugasemdir
banner
banner