Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 31. október 2020 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Bale er ekki lengur sami leikmaður
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, var spurður út í Gareth Bale eftir óvænt tap Tottenham gegn Antwerp í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í gærkvöldi.

Mourinho segir að Bale, sem er nýkominn aftur til Tottenham eftir sjö ár hjá Real Madrid, þurfi meiri tíma til að koma sér í form.

Mourinho samþykkti að yfirgefa Real Madrid sumarið 2013 og gekk Bale í raðir félagsins skömmu síðar. Mourinho var spurður hvort Bale væri ekki orðinn öðruvísi leikmaður heldur en þegar hann skipti yfir til Spánar fyrir sjö árum.

„Sjö ár er langur tími. Getið þið bent mér á einhvern leikmann sem er sá sami í dag og hann var fyrir sjö árum? Það er ekki betra eða verra, það er einfaldlega öðruvísi," sagði Mourinho.

„Lítið á Ronaldo og Messi og skoðið muninn á þeirra leik í dag og fyrir sjö árum. Þeir eru ekki lengur sömu leikmenn og þeir voru, ekki frekar en Bale.

„Ég hef trú á Bale því hann er gríðarlega vinnusamur á æfingum. Hann getur ekki spilað 90 mínútur en hann er á leiðinni þangað."


Hinn 31 árs gamli Bale hefur komið við sögu í þremur leikjum hjá Tottenham frá komu sinni á lánssamningi í byrjun október.
Athugasemdir
banner
banner
banner