Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 31. október 2020 20:56
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes ósáttur með vítaspyrnuna: Ótrúlegur dómur
Mynd: Getty Images
David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, var ánægður með frammistöðu sinna manna eftir 2-1 tap gegn Liverpool í dag.

Moyes er svekktur með að hafa ekki náð í stig gegn Englandsmeisturunum og sérstaklega óánægður með ákvörðun dómarateymisins að gefa Mohamed Salah vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.

Salah skoraði af punktinum og var staðan jöfn, 1-1, í hálfleik.

„Við erum svekktir með þessi úrslit en það er gott merki, það þýðir að okkur hefur farið fram bæði innan og utan vallar. Við fengum virkilega góð tækifæri í leiknum til að bæta við marki, við vorum vel skipulagðir í vörn og hættulegir í sókn," sagði Moyes.

„Við erum komnir með sjálfstraustið sem vantaði, við förum inn í leiki með jákvætt hugarfar en við viljum gera enn betur. Ég myndi ekki segja að við höfum verið óheppnir í dag en ég er mjög vonsvikinn með að dómarinn hafi dæmt vítaspyrnu þegar við vorum marki yfir.

„Ég vil ekki vera partur af þessum dýfuheimi en ég er virkilega vonsvikinn með að VAR herbergið hafi ekki breytt ákvörðun dómarans. Mér finnst ótrúlegt að þessi vítaspyrna hafi verið dæmd, ég vil ekki trúa að það verði dæmd vítaspyrna í hvert skipti sem leikmenn snertast innan teigs og sóknarmaðurinn dettur.

„Við vorum samt kannski heppnir í seinni hálfleik þegar markið hans Jota var ekki dæmt gilt."


Allt það helsta úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Atvikið sem Moyes ræðir á sér stað eftir um 50 sekúndur.


Athugasemdir
banner
banner
banner