lau 31. október 2020 22:29
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Álasund hélt hreinu í fyrsta sinn
Þeir eru nokkrir Íslendingarnir sem hafa stoppað við hjá Álasundi.
Þeir eru nokkrir Íslendingarnir sem hafa stoppað við hjá Álasundi.
Mynd: Daníel Leó Grétarsson
Haugesund 0 - 1 Ålesund
0-0 N. Sandberg, misnotað víti ('63)
0-1 Niklas Castro ('75)

Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn er Álasund kom á óvart og vann sinn annan leik á norska deildartímabilinu.

Niklas Castro gerði eina mark leiksins á 75. mínútu en tíu mínútum fyrr höfðu heimamenn í Haugesund misnotað vítaspyrnu.

Leikurinn var nokkuð lokaður og jafn og tókst Álasundi að halda markinu hreinu í fyrsta sinn á leiktíðinni.

Álasund er langneðsta lið efstu deildar með 10 stig eftir 23 umferðir. Það er aðeins 21 stig eftir í pottinum og það þarf ansi margt að gerast til að Álasund bjargi sér frá falli.
Athugasemdir
banner
banner
banner