Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 31. október 2020 12:55
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Ólafur Ingi leggur skóna á hilluna
Ólafur Ingi Skúlason
Ólafur Ingi Skúlason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaður Fylkis, hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum en hann greindi frá þessu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í dag.

„Ég hugsa að þetta sé komið gott en þið getið ekki sett staðfest svigann alveg strax," sagði Ólafur Ingi í útvarpsþættinum.

Ólafur Ingi hefur í sumar verið í þjálfarateymi Fylkis en hann kom einnig við sögu í tólf leikjum í Pepsi Max-deildinni.

„Ég hef áhuga á að þjálfa og það er ekki auðveldast í heimi að gera bæði. Maður er ekkert að yngjast og þetta snýst líka um andlega þáttinn, að geta gert einn hlut betur frekar en að vera á báðum stöðum og ná ekki alveg að maxa báða hluti. Ég reikna með því að þetta sé komið gott."

„Mér finnst við líka vera komnir með þannig stráka að þeir eigi að geta tekið við þessu. Við erum með mjög sterka miðjumenn núna. Arnór Gauti Jónsson kom frá Aftureldingu kom mjög sterkur inn, Nikulás Val var öflugur, Orri Hrafn (Kjartansson) kom heim og Unnar Steinn (Ingvarsson) er að koma (frá Fram). Mér finnst við vera vel mannaðir og að það sé kominn tími á að kalla þetta gott."


Hinn 37 ára gamli Ólafur Ingi spilaði 36 landsleiki á ferli sínum en hann á tuttugu ára meistaraflokksferil að baki.

Erlendis var Ólafur Ingi á mála hjá Arsenal og Brentford í Englandi, Helsingborg í Svíþjóð, SönderjyskE í Danmörku, Zulte Waregem í Belgíu og hjá Gençlerbirliği og Karabükspor í Tyrklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner