Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 31. október 2020 13:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sævar Atli: Verið draumur frá því ég man eftir mér
Lengjudeildin
Sævar Atli Magnússon mun leiða lið Leiknis í Pepsi Max-deildinni á næstu leiktíð.
Sævar Atli Magnússon mun leiða lið Leiknis í Pepsi Max-deildinni á næstu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir hafnaði í öðru sæti Lengjudeildarinnar.
Leiknir hafnaði í öðru sæti Lengjudeildarinnar.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Leiknir úr Breiðholti snýr aftur í Pepsi Max-deildina í fyrsta sinn síðan 2015 eftir að KSÍ tók þá ákvörðun í gær að enda Íslandsmótið vegna kórónuveirufaraldursins.

Leiknir hafnar í öðru sæti Lengjudeildarinnar á meðalfjölda stiga, með jafnmikið af stigum og Fram en betri markatölu.

„Tilfinningin er stórkostleg, við erum búnir að vinna að þessu í að verða eitt ár en við byrjuðum undirbúningstímabilið 1. nóvember í fyrra. Þetta er bara geggjað," segir Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis.

„Það er allt öðruvísi að koma sér upp svona og við vissum að þetta gæti gerst þegar reglugerðin kom í sumar. Að sjálfsögðu vildum við klára þetta sjálfir, við vorum á mjög góðu skriði áður en pásan kom og við vorum að spila okkar besta bolta í sumar; okkur leið eins og enginn gæti unnið okkur."

„Við vildum klára þetta á vellinum og fagna þessu eðlilega en við gátum ekkert gert nema að bíða og sjá hvað KSÍ myndi gera. Við vorum búnir að hlaupa og æfa eins og vitleysingar í þessari pásu svo við vorum miklu meira en klárir og við trúðum því að við gætum unnið deildina."

Sævar var á 15. aldursári þegar Leiknir fór síðast upp í úrvalsdeild. Þá kom hann við sögu í einum leik. Núna er hann fyrirliði liðsins og draumur að rætast hjá honum.

„Þetta hefur verið draumur hjá mér síðan ég man eftir mér. Ég hef eytt svona að meðaltali 8 klukkustundum á dag í Leiknisheimilinu í gegnum ævina og ég get nánast nefnt hvern einasta Leiknismann að fullu nafni. Ég óska öllum Leiknismönnum nær og fjær innilega til hamingju að vera komnir í deild þeirra bestu aftur á ný."

Hvað tekur við núna hjá Sævari og öðrum í Leiknisliðinu?

„Það verður líklegast tekið 3-4 vikna frí en það verður eitthvað fagnað. Við reynum eins og við getum að halda þessu innan skynsamlegra markra út af þessu leiðinlega Covid dæmi, en það verður bara fagnað af alvöru um leið og það má."

„Við reynum að njóta næstu daga á einhvern skemmtilegan hátt. Líklegast að það verði eitthvað kojufyllerí á Zoom. Ef fólk hefur áhuga að verða hluti af því þá megið þið senda mér línu," sagði Sævar Atli, hinn öflugi fyrirliði Leiknis.
Athugasemdir
banner
banner