Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 31. október 2020 13:15
Ívan Guðjón Baldursson
Segir Barcelona stefna í gjaldþrot eftir áramót
Mynd: Getty Images
Það er orðrómur uppi á Spáni um þessar mundir sem hermir að Barcelona sé í talsvert verri fjárhagsvandræðum en áður var haldið.

Fjölmiðlar úti hafa verið að éta upp tíst frá Marta Ramon Gorina sem starfar fyrir RAC, katalónskan fjölmiðil sem fjallar mikið um Barcelona.

Marta heldur því fram að eftir uppsögn Josep Maria Bartomeu og stjórnar hans ríki afar slæmt ástand innan herbúða félagsins. Hún segir Barcelona þurfa að minnka árlegan launakostnað sinn um 190 milljónir evra til að forðast gjaldþrot á næsta ári.

Það verður áhugavert að fylgjast með framvindu mála og hvort fjárhagsörðugleikar Börsunga séu virkilega svona slæmir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner