Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 31. október 2020 20:14
Ívan Guðjón Baldursson
Staðfestir að úrvalsdeildin haldi áfram þrátt fyrir hertar aðgerðir
Mynd: Getty Images
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, staðfesti rétt í þessu að enska úrvalsdeildin mun ekki vera stöðvuð þrátt fyrir að gripið verði til hertari aðgerða í landinu vegna seinni bylgju Covid-19 faraldursins.

Boris Johnson staðfesti þetta á fréttamannafundi í dag og bætti við að ríkisaðstoð sé enn aðgengileg fyrir knattspyrnufélög út desember hið minnsta. Ríkisaðstoðin heldur ýmsum neðrideildafélögum á floti í Covid faraldrinum þar sem helsta tekjulind flestra félaga, seldir miðar á völlinn, er orðin að engu.

Breska ríkisstjórnin flokkar atvinnur eftir því hversu stórum hlut þeirra sé hægt að sinna heima og að heiman. Knattspyrna og aðrar atvinnuíþróttir falla í hóp starfsgreina sem er ekki hægt að sinna heima úr stofu og verður því leyft að halda áfram.

Þess ber að geta að enska úrvalsdeildin og félög þar hafa gert virkilega vel á tímabilinu þegar kemur að Covid. Það hefur skapast búbbla í kringum hvert lið þar sem erfitt er að leikmenn eða starfsmenn smitist af veirunni.

Sjá einnig:
Úrvalsdeildin ekki stöðvuð þó Bretlandi verði lokað
Athugasemdir
banner
banner