Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 31. október 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjóri Benfica ekki hrifinn af Barca: Ekki bera okkur saman
Jorge Jesus
Jorge Jesus
Mynd: Getty Images
Jorge Jesus, stjóri Benfica, er ekkert sérstaklega hrifinn af leikstíl Barcelona þessa dagana.

Mehdi Carcela, miðjumaður Standard Liege, líkti Benfica við Barcelona eftir að Benfica vann öruggan sigur á belgíska liðinu í gær í Evrópudeildinni.

Jorge Jesus svaraði þeim samanburði: „Barcelona hefur ekkert núna, ég vil ekki að Benfica sé borið saman við þetta Barcelona lið. Lið þeirra fyrir nokkrum árum, allt í lagi, það má bera okkur saman við það lið, það finnst mér í lagi."

Benfica vann 3-0 sigur og er með sex stig eftir tvo leiki í D-riðli eins og Rangers. Benfica er þá með fullt hús í portúgölsku deildinni eftir fimm umferðir.
Athugasemdir
banner