Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 31. október 2020 17:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vængir svekktir - Áttu leik til góða þar sem þeir gátu komist úr fallsæti
Búi Vilhjálmur Guðmundsson, þjálfari Vængja Júpiters.
Búi Vilhjálmur Guðmundsson, þjálfari Vængja Júpiters.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Vængir Júpiters fengu í gær þau tíðindi að félagið væri fallið úr 3. deild karla.

KSÍ ákvað að blása Íslandsmótið af vegna kórónuveirufaraldursins. Vængir eru sem stendur á botni deildarinnar með 19 stig, en eiga leik til góða á liðin fyrir ofan, leik gegn Sindra. Með sigri í þeim leik hefði liðið farið upp úr fallsæti.

Eins og staðan er núna þá falla Vængir niður í 4. deild á meðalfjölda stiga.

„Ég var gríðarlega svekktur," segir Búi Vilhjálmur Guðmundsson, þjálfari Vængja Júpiters í samtali við Fótbolta.net.

Búi segir að Vængir séu tilbúnir í að spila leikinn sem þeir eiga inni gegn Sindra.

„Við erum 100 prósent klárir í þann leik. Ef að það væri einhver sanngirni þá ætti sá leikur auðvitað spilast til að jafna út leikjaröðina. Samanber líka leik sem KR á inni gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni," segir Búi.

„Ég myndi klárlega vilja að mótið spilist. Í öllum helstu deildum fyrir utan ensku deildirnar þá eru vetrarfrí. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við getum tekið frí í þrjár vikur, tekið tveggja vikna undirbúningstímabil og spilað restina á tveimur til þremur vikum."

„Mér finnst umræðan hafa afbakast af tali formanna leikmannasamtakana um einhvern doða og þreytu leikmanna, en allir leikmenn sem maður þekkir vilja spila leikinn. Maður skilur að það sé kominn Covid-doði en það er ekki kominn doði fyrir fótbolta."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner