Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 31. október 2020 13:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Vona innilega að Fram komi sér upp á næsta ári"
Lengjudeildin
Úr leik Fram og Leiknis í sumar.
Úr leik Fram og Leiknis í sumar.
Mynd: Haukur Gunnarsson
KSÍ ákvað í gær að slaufa Íslandsmótinu í fótbolta og ráðast deildir á meðalfjölda stiga. Í Lengjudeildar karla fer Leiknir R. upp ásamt Keflavík.

Leiknir R. var með jafnmörg stig og Fram en hefur betur gegn Safamýrarliðinu á markatölu.

Albert Hafsteinsson, miðjumaður Fram, sagði í samtali við Fótbolta.net í gær: „Það er ótrúlega sárt að þetta skuli vera niðurstaðan. Miðað við þróun mála síðustu daga hefur maður samt búið sig undir þetta. Það virðist vera hægt að spila fótbolta alls staðar nema á Íslandi."

„KSÍ gefur út í vor að hægt sé að klára mótið ef 2/3 er lokið. Hollendingarnir blésu sitt mót af í vor og ekkert lið fór upp eða niður um deild. Það mun aldrei verða nein sanngjörn niðurstaða en að mínu mati er sú leið sanngjörnust. Annað hvort klárast mótið alveg eða ekki. Það fullnægir ekki alvöru íþróttafólki að fá viðurkenningu fyrir óklárað mót."

Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, segist skilja Framara fullkomlega. Hann vonast til að Fram komist upp á næsta tímabili.

„Ég skil Albert og Framarana fullkomlega. Og það er engin leið sem hægt er að réttlæta að sé sanngjörnust. Menn vissu að mótinu gæti verið slúttað hvenær sem er þegar það var búið að leika 2/3 af mótinu svo við stilltum hverjum leik upp sem úrslitaleik eftir þann tíma," segir Sævar.

„En Framararnir eru með virkilega gott lið og vona ég innilega að þeir komi sér upp á næsta ári því þetta stóra félag á heima í efstu deild."

Sjá einnig:
"Ótrúlega sárt að þetta skuli vera niðurstaðan"
Sævar Atli: Verið draumur frá því ég man eftir mér
Athugasemdir
banner
banner
banner