Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fim 31. október 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætla að gera allt til að halda 17 ára undrabarninu
Chris Rigg hefur meðal annars verið orðaður við Man Utd.
Chris Rigg hefur meðal annars verið orðaður við Man Utd.
Mynd: Getty Images
Chris Rigg er leikmaður sem er að vekja mikla athygli um þessar mundir. Hann er 17 ára að spila frábærlega með Sunderland í Championship, næst efstu deild Englands.

Þessi öflugi miðjumaður hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United og spurning hvort að hann verði fyrsti leikmaðurinn sem Ruben Amorim fær til félagsins. Það er sagt að hann sé leikmaður sem Man Utd hafi áhuga á Rigg, sama hver stjóri liðsins er.

GiveMeSport sagði frá því en talað hefur verið um Rigg sem hæfileikaríkasta Englendinginn síðan Jude Bellingham kom upp.

En samkvæmt Football Insider þá ætlar Sunderland að reyna að halda í hann. Þeir muni gera allt til að halda honum að minnsta kosti til næsta sumars.

Ástæðan er einföld: Sunderland er að berjast um að komast upp í ensku úrvalsdeildina og Rigg er þar lykilmaður.

Möguleiki er þó að hann verði keyptur í janúar og lánaður aftur til Sunderland. United er ekki eina félagið á eftir honum, því spænska stórveldið Real Madrid hefur einnig sýnt honum áhuga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner