David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
banner
   fim 31. október 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag vildi fá Welbeck í sumar
Danny Welbeck
Danny Welbeck
Mynd: EPA
Bandaríski miðillinn Athletic segir að Erik ten Hag hafi viljað fá Danny Welbeck, framherja Brighton, til Manchester United í sumar.

United vantaði framherja í sumar eftir að Anthony Martial yfirgaf félagið.

Það kom vel til greina að sækja Welbeck, sem er uppalinn í United, en það varð aldrei neitt úr því.

Athletic segir að United hafi rætt um það innanbúðar um að kaupa Welbeck og taldi Ten Hag það vera frábæra viðbót við hópinn þar sem félagið var að reyna að finna mann í stað Anthony Martial.

Welbeck var að renna út á samningi hjá Brighton, en hann hefði komið með gríðarlega reynslu á hæsta stigi og fagmannlegt viðhorf inn í búningsklefann.

Félagið lagði hins vegar aldrei fram tilboð í framherjann vegna óvissu um framtíð Ten Hag og allar hreyfingarnar sem áttu sér stað í stjórn félagsins, sem varð til þess að það hægðist aðeins á plönum þeirra á félagaskiptamarkaðnum.

Ten Hag var látinn taka poka sinn á dögunum eftir slaka byrjun á tímabilinu en Ruud van Nistelrooy stýrir liðinu til bráðabirgða á meðan United gengur frá viðræðum við portúgalska þjálfarann Ruben Amorim.

Welbeck, sem er 33 ára gamall, hefur skorað 6 mörk með Brighton í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Ef horft er á mörk hans stefnir þetta í að vera persónulegt met en hann skoraði mest 9 deildarmörk með United tímabilin 2011-2012 og 2013-2014.
Athugasemdir
banner
banner