mán 15.des 2003
Þetta VAR Anfield.
Liverpool er í skítnum...
Steven Howard pistlahöfundur á The Sun skrifar í dag langan pistil um gengi Liverpool undir stjórn Gerard Houllier. Okkur hér á Fótbolti.net þótti svo mikið til pistilsins koma að við ákváðum að birta hann í heild sinni hér að neðan. Njótið vel.Eyðilegging Liverpool:

Þeir ættu að breyta skiltinu í Liverpool göngunum í ,,Þetta VAR Anfield".

2-1 tapið fyrir Southampton á laugardag var fjórði tapleikurinn heima á tímabilinu, kom í kjölfar 3-2 Carling Cup tapi gegn Bolton 10 dögum áður.

Bætið við 10 deildarleikjum sem þeim tókst ekki að vinna á Anfield á síðustu leiktíð og þú sérð hversu langt Liverpool er fallið.

Það eru ekki einu sinni komin jól og félagið sem hefur unnið 18 deildartitla, en engan síðustu 13 árin, er þegar komið 16 stigum á eftir Arsenal.

Þrátt fyrir að eyða 113 milljónum punda undir stjórn Gerard Houllier, liggja þeir nú í 9. sæti. Það þarf engan snilling til að sjá í hvaða átt félagið stefnir.

Og á meðan United, Arsenal og Chelsea eru komin í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar eru Liverpool að keppa dauða leiki gegn þriða flokkst Austur Evrópu andstæðingum í UEFA Cup.

Umfang niðursveiflunnar frá því þeir voru upp á sitt besta endurspeglast í því að takmarkið er að ná fjórða sæti til að komast bakleiðina inn í mót sem þeir dómineruðu einu sinni í.

Jafnvel þó þeim takist það þá er ekki víst að það verði til þess að Michael Owen verði viss um framtíð sína á Anfield.

Og hvað með þessar 113 milljónir punda á leikmannamarkaðnum?

Houllier byrjaði vel og keypti Sami Hyypia, Stephane Henchoz og Dietmar Hamann á minna en 10 milljónir punda. Deildin, enski bikarinn og UEFA Cup þrennan kom í kjölfarið árið 2001 og svo virtist sem nýtt tímabil væri að koma á Merseyside.

En þetta var falskt upphaf. Mikið af hræðilegum kaupum hefur í gegnum árin skapað hóp sem hefur innihaldið Emile Heskey, Rigobert Song, Titi Camara, Vladimir Smicer, Bernard Diomede, Christian Ziege, Igor Biscan, El-Hadji Diouf, Salif Diao og Bruno Cheyrou.

Ó já, og Djimi Traore. Mann sem blessunarlega hefur tvær fætur..báða, því miður, á vinstri legginn.

Á laugardag var framherjinn Diouf á vinstri kandi. Og miðvallarleikmaðurinn Biscan í miðverðinum.

Það kom varla á óvart að sjálfstraustið virtist vera í molum.

Staðreyndin er að síðan Liverpool leiddi deildina fyrir 13 mánuðum hafa þeir aðeins unnið 15 af 42 deildarleikjum.

Undir eðlilegum kringumstæðum væri félag sem státaði af svona lélgum árangri að leita að nýjum stjóra.

Nema hvað, Liverpool er ekki venjulegt félag. Þeir hafa ekki rekið stjóra í 50 ár.

Shankly, Paisley, Fagan, Dalglish og Souness sögðu annaðhvort upp eða gufuðu upp á eigin vegum.

Roy Evans, áttaði sig á að það var engin framtíð í tveggja manna stjórn með Houllier og ákvað líka að fara.

Og hvar ætti Liverpool að finna nýjan stjóra á þessu stigi tímabils?

Þeir geta ekki leitað eftir stjóra annars liðs í deildinni og á sama tíma ekki má ræða við Martin O´Neill stjóra Celtic fyrr en í lok tímabilsins.

Svo ef Houllier fellur ekki á sverðið sitt og Liverpool neyðast til að ráða Phil Thompson sem tímabundinn stjóra, og er ekki gamli Gosi skemmtur af samtökunum hvort eð er, þá verður félagið að halda áfram til loka tímabilsins.

Og hvað gerist þegar nýr maður verður ráðinn? Verður Houllier enn yfirmaður knattspynrumála?

Ég tel að varla myndi O´Neill eða nokkur annar vilja mann með hans áhrif innanhúss.

Sjáið bara hvað kom fyrir nokkra Tottenham stjóra með David Pleat enn á svæðinu.

Ef við setjum allt þetta saman þá er tryggð Liverpool og stuðningsmanna þeirra við mann sem setur líf sitt að veði fyrir félagið. Það er viðkvæmt ástand, eitthvað sem verður að taka á eftir því.

Fólk sem þekkir Houllier er farið að sjá breytingu á skoðun hans á fótboltanum.

Eftir að hann hefur lifað af eina hjartaaðgerð, er það að tapa fótboltaleik ekki að fara að hraða honum í aðra.

Ef þetta er ekki eðlilegt ástand þá verður Houllier einnig að færa rök fyrir ástandinu.

Án nokkurra meiddra stjarna eins og Owen, Harry Kewell, Milan Baros, Jamie Carragher, Steve Finnan og Henchoz spurði Liverpool stjórinn: ,,Hvernig myndi Manchester United komast af án Van Nistelrooy, Scholes og Giggs?"

Öllu betur en Liverpool eins og þeir sönnuðu á síðustu leiktíð.

Sömuleiðis Arsenal fer til staða eins og Old Trafford, St. James´Park og Anfield án Henry, Vieira og Pires og nær góðum úrslitum.

Já eins og öll önnur lið missir Liverpool stjörnuleikmenn. En ekki eins mikið og Houllier segir.

Þeir hafa þegar tapað þremur af 11 leikjum þegar Owen hefur spilað og 5 af þeim 14 með Kewell í liðsuppstillingunni.

SVo Houllier mætti leita annað eftir raunverulegum ástæðum.

Liverpool skortir sjálfstraustið sem kemur af því að vinna og uppbyggingu grundvallarliðs sem endurnýjun getur verið kölluð.

Jafnvel verra, endurnýjunin sem óteljandi milljónum hefur verið eytt í er ekki nægilega góð. Og hver er ábyrgur fyrir því?

Liverpool, félagið, verður alltaf sérstök stofnun. Því miður er núverandi lið ekki þess virði.