fim 05.júl 2012
Fimm breytingar á byrjunarliði Breiðabliks
Gísli Páll við hestaheilsu.
Fimm leikir eru í Pepsi-deild karla í kvöld og verða allir í beinum textalýsingum hér á Fótbolta.net.

Í Kópavoginum fer fram leikur Breiðabliks og Keflavíkur. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, gerir fimm breytingar á byrjunarliði sínu frá 1-1 jafntefli gegn Fylki.

Ingvar Kale kemur aftur í markið eftir leikbann. Sindri Snær Magnússon spilar sinn fyrsta byrjunarliðsleik en hann kom frá ÍR í vetur. Auk hans koma Elfar Árni Aðalsteinsson, Jökull Elísabetarson og Þórður Steinar Hreiðarsson inn.

Sigmar Ingi Sigurðarson, Rafn Andri Haraldsson, Olgeir Sigurgeirsson og Tómas Óli Garðarsson fara á bekkinn.

Bakvörðurinn Gísli Páll Helgason meiddist í leiknum gegn Fylki og er ekki í hópnum í kvöld.

Smelltu hér til að fara á textalýsinguna þar sem hægt er að sjá byrjunarliðin.