mán 30.mar 2020
Gamla markið: Stórkostlegt mark Bergkamp gegn Argentínu
Í fótboltalausa tímabilinu er um að gera að rifja upp gamalt og gott mark.

Í dag skellum við okkur á HM í Frakklandi árið 1998 þar sem Hollendingar unnu Argentínu í 8-liða úrslitum.

Dennis Bergkamp skoraði sigurmark leiksins á 90. mínútu og það var af dýrari gerðinni.

Frank De Boer átti langan sendingu á Bergkamp sem lék frábærlega á Roberto Ayala og skoraði með utanfótar skoti upp í bláhornið.