fim 09.maí 2013
Arnór Smárason danskur bikarmeistari
Arnór Smárson og félagar í Esbjerg lögðu Randers 1-0 í úrslitaleik danska bikarsins í dag.

Arnór var í byrjunarliði Esbjerg en hann fór af velli í viðbótartíma.

Theódór Elmar Bjarnason lék einnig allan leikinn á miðjunni hjá Randers.

Elfar Freyr Helgason kom hins vegar ekki við sögu hjá Randers að þessu sinni.

Youssef Toutouh skoraði eina markið fyrir Esbjerg á 55. mínútu leiksins í dag.