fös 24.maí 2013
Moutinho og Rodriguez til Monaco á 70 milljónir evra (Stađfest)
Joao Moutinho.
Monaco hefur keypt Joao Moutinho og James Rodriguez frá Porto á 70 milljónir evra (um 60 milljónir punda).

Báđir leikmennirnir urđu portúgalskir meistarar međ Porto í ţriđja skipti í röđ á dögunum.

Moutinho kostar Monaco 25 milljónir evra en Rodriguez kostar 45 milljónir.

Ţeir munu nú fara til Monaco sem vann sér sćti í frönsku úrvalsdeildinni á nýjan leik.

Rússneski milljarđamćringurinn Dmitry Rybolovlev á Monaco og félagiđ hefur gífurlega mikla fjármuni undir höndum en Radamel Falcao framherji Atletico Madrid er međal annars sagđur vera á óskalistanum.